Á æskuslóðum Churchill

Hef legið yfir ritum Aristótelesar undanfarna daga. Magnað hvað öll þessi skrif síðustu tvö þúsund ár hafa í raun bætt litlu við, þótt auðvitað hafi margir átt athyglisverða spretti.

Tók mér samt frí í gær. Var dobblaður af eiginkonunni til þess að taka strætó út í sveit. Eftir tuttugu mínútna akstur komum við að Blenheim höllinni sem stendur í útjarðri bæjar að nafni Woodstock. Nú á dögum er höllin kannski einna þekktust fyrir að vera æskuheimili Winstons Churchill. Því miður mátti ekki taka ljósmyndir inni en ég læt nokkrar fylgja þar sem við sleiktum sólina úti í hallargarðinum.

Eins og sjá má höfðu hinir akandi gestir hallarinnar mjög einfaldann smekk á bílum...

 100_1710  100_1716 

 100_1714  100_1726

100_1725

Fyrir framan höllina var listigarður en á túninu bak við húsið (þar sem ég stend á einni myndanna) bitu kindur gras. Við röltum svo frá höllinni yfir í miðbæ Woodstock með romm- og rúsínuís í höndunum. Þar er mjög sérstakt og skemmtilegt andrúmsloft. Þröngar götur með gömlum byggingum og litlum búðum. Svona á að eyða frídögum.

Hafsteinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa gott blogg, er húsfreyjan upptekin? Getur hún ekki hrist saman í færslu;)

Hrefna mín ég er komin heim, vertu velkomin í kaffi - svo styttist í að ég komi í heimsókn já það verður gaman!!

Hadda (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband