Komin til Oxford á ný

Þar sem það er meira en mánuður síðan við blogguðum síðast ætla ég að stikla á helstu atburðum desember mánaðar. Eins og sagði í fyrri bloggfærslu þá fórum við hjónakornin til Bath í tvo daga í byrjun desember. Borgin heillaði okkur algjörlega uppúr skónum. Hún er alveg afskaplega falleg og mikið af skemmtilegum hlutum hægt að gera. Því miður tókum við ekki með okkur sundfötin og skelltum okkur í spa en það verður gert í næstu ferð enda virðist borgin eiga nóg af spa stöðum. Við kíktum á skemmtilegan jólamarkað og fórum út að borða á frábæran tapas stað auk þess að skoða rómversku böðin. Síðan var aragrúi af skemmtilegum litlum búðum sem gaman var að kíkja í. Við skellum inn nokkrum myndum frá Bath á eftir.

16. desember var síðan haldið af stað til Íslands þar sem við dvöldum í þrjár vikur. Við vorum svo heppin að fá heilt raðhús útaf fyrir okkur og létum ættingja okkar og vini dekra við okkur alla ferðina. Ég held að við höfum eldað tvisvar í Skeiðarvoginum annars mættum við bara til fólks í mat. Svo sváfum við á milli heimsókna þannig að þetta var æðislegur tími. Ég ætla því að nota tækifærið og þakka öllum æðislega fyrir okkur!!!... þið vitið hver þið eruð ;)

Sunnudaginn síðasta snerum við aftur til Oxford og ég byrjaði að vinna daginn eftir og Hafsteinn að lesa. Það er svolítið ruglandi að vera komin aftur. Ég veit ekkert hvaða viku dagur er eða mánuður. Það kannski stafar af því að hér er alveg bjart frá sjö á morgnanna og um 10 stiga hiti. Í gær var ég að labba niðrí bæ í gegnum Jericho hverfið (uppáhaldshverfið mitt) og þar blöstu við mér blómstrandi páskaliljur í búðargluggum og grænmetisstallar fyrir framan matvörubúðirnar. Ekki kannski beint það sem maður á að venjast í byrjun janúar.

Hrefna

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ sætust.

Hrefna ertu að vinna á sunnudainn?? Langar dáldið að koma í heimsókn:)

Kyss Hadda

hadda (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband