Daglegt líf í janúar

Núna sit ég við tölvuna og tek því rólega með kaffibolla og djass í eyrunum. Ég á ekki að mæta í vinnuna fyrren tvö og nenni ekki að gera neitt gáfulegt í dag. Síðustu dagar eru búnir að vera ótrúlega skemmtilegir og viðburðaríkir. Við Hafsteinn fórum út að borða á föstudagskvöldið með vinnunni minni á kínverskan veitingarstað hérna í Summertown hverfinu. Við fengum alveg geggjaðan mat og fín vín og smökkuðum meira að segja á froskalöppum (sem voru bara býsna góðar). Á laugardaginn fórum við til London um morguninn og hittum Eirík, Ingvar og Harald og skoðuðum okkur um í London. Eins og alltaf löbbuðum við um London í fleiri klukkutíma (sem mér finnst líka alltaf langskemmtilegast) ásamt því að kíkja á Serpentine galleríið í Hyde Park á sýningu Anthony McCall.  Ég náði að draga strákanna í Whole foods og gerði smá innkaup og síðan enduðum við á frábærum japönskum veitingastað.

Í gær kom Eirík síðan í heimsókn til Oxford og við sýndum honum helstu staðina þrátt fyrir ömurlegt veður. Í gær voru semsagt brjálaðar þrumur og eldingar ásamt mestu rigningu sem ég hef séð á ævinni. Það kom þó ekki að sök og Eirík fannst þetta bara skapa skemmtilega stemmingu. Ég verð að vera sammála honum.  Það er líka gaman að horfa á byggingarnar í Oxford í drungalegu veðri. Í gær leit Oxford út fyrir að vera leikmynd í Tim Burton mynd eða einhverri hryllingsmynd. Ég vona bara að veðrið verði skaplegt um næstu helgi en þá ætla Auður Gyða, Svenni, Helena og Hildur að kíkja á okkur á laugardaginn.

Hrefna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband