Þegar orðið "ekki" gleymist

Í Bretlandi er nú mikið rætt um þau orð Dr Rowan Williams erkibiskupsins af Canterbury að til greina komi að taka upp svokölluð sharia lög í Bretlandi, þannig að múslimar geti dæmt eftir eigin lögum í deilum sín á milli í stað þess að hlýta alfarið hinum almennu bresku lögum. Fréttavefur Morgunblaðsins segir frá þessum umræðum og tilraunum biskupsins til þess að skýra mál sitt. Í frétt, sem mér sýnist fengin af vef BBC segir svo eftirfarandi í Moggafréttinni:

"Hann [biskupinn] hefur staðið harður á því að hann meini að taka eigi upp tvö mismunandi sett af lögum í landinu en heyrst hafa óánægjuraddir sem kalla eftir afsögn hans."

Í frétt BBC segir hins vegar:

"He has insisted he was not advocating a parallel set of laws but has faced calls for his resignation." (áherslubreyting mín).

Það er svona með orðið "ekki". Það má helst ekki gleymast í þýðingum.

Hafsteinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband