23.4.2008 | 21:45
Gleðilegt sumar!
Í gær var 18 stiga hiti í Oxford og samkvæmt spánni á góða veðrið að haldast út vikuna. Ég er alveg sérstaklega ánægð með það þar sem ég á afmæli á föstudaginn og Pabbi er að koma í heimsókn um helgina. Ég sé því fram að skoðunarferðir í sól og blíðu og mikið ísát um helgina.
Það er rúmur mánuður síðan ég hætti hjá Oddbins og hef ég á þeim tíma farið í ítarlegar skoðunarferðir um Oxford. Það er alveg ótrúlega merkilegt að þrátt fyrir að Oxford sé ekki stór borg er maður alltaf að finna einhverjar nýjar búðir eða græn svæði og skemmtilegar gönguleiðir. Ég er einmitt nýbúin að finna æðislega gönguleið meðfram kanalnum frá hverfinu okkar niðrí miðbæ, ég ætti nú eiginlega að fara með myndavél næst þegar ég fer út að labba og smella af nokkrum myndum til að setja á síðuna.
Við Hafsteinn vorum einmitt líka að finna uppáhaldsbúðina okkar um daginn. Í Jerico hverfinu í Oxford er að finna litla og æðislega bókabúð. Þessi bókabúð er alveg ótrúleg, hún er full af nýjum og merkilegum bókum um allt frá heimspeki til matargerðar. Allar bækur í búðinni kosta 2 pund!! Og við erum búin að kaupa þvílíkt flottar bækur.
Bókakosturinn er búinn að aukast töluvert síðan við fluttum út enda ótrúlegt úrval af bókum hérna í Bretlandi. Reyndar held ég að Hafsteinn eigi nú fleiri bækur um réttarheimspeki en háskólabókasöfnin á Íslandi ( sem er nú kannski ekkert sérlega erfitt...). Það verður fróðlegt að sjá hvernig við eigum eftir að koma þessu fyrir í Ljósheimum í ljósi þess að við vorum í vandræðum með pláss fyrir bækur áður en við fluttum út. O well..
Hrefna
Athugasemdir
Elsku Hrefna,
Hjartanlegar hamingjuóskir með afmælið.
Vonandi ertu búin að fá stóran og flottan afmælisís!
Bestu kveðjur úr Þrastanesinu.
Hulda Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 19:00
Til hamingju með afmælið Hrefna og gleðilegt sumar. Kveðja til Hafsteins.
Ykkar Kolbrún
Kolbrún (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.