Íhlutun þriðja aðila

Upphaflega stefndum við á að vera hér úti í tvö ár. Eftir Oxford var stefnan sú að fara til London þar sem Hrefna ætlaði í framhaldsnám í stjórnmálafræði. Um hríð gekk þetta svosem samkvæmt áætluninni og Hrefna fékk inni í báðum skólunum sem hún sótti um í, þ.e. LSE og King's College.

Þessum áætlunum hefur þó að minnsta kosti tímabundið verið skotið á frest vegna íhlutunar þriðja aðila, eins og lögfræðingar myndu orða það. Hér má sjá mynd af viðkomandi:

 100_1747

Við erum að sjálfsögðu í skýjunum yfir þessari íhlutun.

 HÞH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innilegar hamingjuóskir með virðulegu íhlutunina!

Rúnar Ingi Einarsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:27

2 identicon

Flott mynd! Gripurinn virðist amk vel smíðaður.

 Hlakka til að fá ykkur heim í sumar.

Puss o kram,

 AnnaK

Anna Katrín Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 18:52

3 identicon

Til hamingju!

Sævar Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 00:53

4 identicon

Bara snilld! Takk fyrir skemmtunina í gær og hinn og sjáumst á morgun Hrefna sæta:)

Hadda (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:07

5 identicon

Til hamingju með vel skrifað blogg. Djók.

Ég sé allavega svip sko. Þetta verður líkt mér ég er alveg viss um það.

En hamingju óskir aftur.

KV. Litli bróðir (Næstum því stóri frændi) 

Sindri Ástmarsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 23:16

6 identicon

Til hamingju með kúlubúann :-)

Björ Akureyringur (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 22:37

7 identicon

Innilega til hamingju með þetta undur!

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband