Björn, Finnis og Scalia

Var að horfa á Silfur Egils á netinu þar sem Bjorn Bjarnason var gestur Egils Helgasonar. Mér fannst Björn koma mjög vel fyrir. Kannski ætti hann að láta það eftir Agli að vera oftar gestur í þættinum.

Björn minntist meðal annars á frumvarp Ingibjargar Sólrúnar um varnarmálaskrifstofu og lýsti yfir stuðningi sínum við það, sem kemur auðvitað ekki á óvart. Ég man mjög vel eftir því þegar fólk var að hneykslast á skoðunum Björns á íslenskum varnarmálum. Hann leyfði sér að benda á, nokkru fyrir brottför bandaríska hersins, að sá tími hlyti að koma að Íslendingar þyrftu að axla ábyrgð í þessum málaflokki. Viðbrögðin voru þau að útmála Björn sem einhvers konar kaldastríðskarl með drauma um íslenskan her.

Seinna skrifaði ég blaðagrein um furðulega afstöðu Ingibjargar Sólrúnar sem virtist ekki gera sér grein fyrir því hvaða áhrif brottför bandaríska herliðsins, og þess öryggisbúnaðar sem fylgdi því, hefði á stöðu okkar Íslendinga. Nú hefur hún hins vegar greinilega áttað sig á því. Ég sé hins vegar hvergi fréttir um að hún, eða aðrir, hafi viðurkennt framsýni Björns í þessum málum. Reyndar teldi ég réttast að hann yrði hreinlega beðinn afsökunar.

Annars hef ég nóg fyrir stafni. Hef undanfarið verið í einkatímum hjá John Finnis réttarheimspekingi. Vera John Finnis í Oxford spilaði stóran þátt í þeirri ákvörðun minni að sækja um í skólanum, enda heillaðist ég mikið af skrifum hans þegar ég var við nám við Háskóla Íslands. Aðeins fjórir nemendur komast að á ári hjá Finnis þannig að ég nýt mikilla forréttinda. Ég upplifi mig svolítið eins og Umu Thurman í Kill Bill þegar hún fór í læri hjá Pai Mai. Finnis og Mai eiga það sameiginlegt að vera yfirburðarmenn í sínu fagi og gera miklar kröfur til nemenda sinna. Báðir eru þó ljúflingar inn við beinið.

Á fimmtudaginn kemur svo fjölskyldan hingað út til okkar til að fagna afmæli pabba. Sama dag verður A. Scalia, hæstaréttardómari í Bandaríkjunum, gestur málfundafélagsins. Ætli maður líti nú ekki við á kappann.

Annars sé ég að Alan Dershowiz er á leið til Íslands til að halda tölu í Skálholtssdkóla. Ég hefði gjarnan viljað fá tækifæri til að hlusta á hann. Til þess er hins vegar lítil von, enda hefur hann lýst yfir algjöru frati á málfundafélagið hér í Oxford fyrir að vera of andsnúið sjónarmiðum Ísraels.

Later, Hafsteinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Örn Jónsson

Það er nú góður vinur okkar sem er að flytja hann Dershowitz inn.  Þú ættir kannski að skella þér hingað heim, það ætti ekki að vera erfitt fyrir þig að fá miða.

Davíð Örn Jónsson, 4.2.2008 kl. 01:40

2 identicon

Ef þú ert Uma og plottið er lögspeki frekar en sverðfimi þá má kannski ímynda sér að Scalia sé enginn annar en Bill sjálfur. Ég bíð spenntur eftir endinum.

Kjartan Bjarni (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband