Á rölti um Oxford

Oxford 

Oxford kom okkur skemmtilega á óvart. Borgin iðar af lífi og skartar fjörugum verslunargötum, forvitnilegum vínstúkum, tignarlegum kastölum og gróðursælum útivistarsvæðum. Og allt þetta reyndum við Hrefna að taka inn á rúmum tveimur dögum.

Oxford

Til þess að kynnast borginni sem best gengum við hana þvera og endilanga. Það hefði þó óneitanlega verið þægilegt að hafa hjól með í för og verður það væntanlega ein af mínum fyrstu fjárfestingum þegar út verður komið. Þess má geta að við erum ekki fyrst til að uppgötva hentugleika reiðhjólsins í Oxford.

100_1028

Það er eitthvað sérstakt við stemninguna í borginni. Hluta skýringarinnar er örugglega að finna í mjög háu hlutfalli ungs fólks enda eru þar fleiri menntastofnanir heldur en University of Oxford. En það kemur örugglega margt fleira til. Kannski er manni loksins að verða ljóst að England hefur upp á svo miklu meira að bjóða en einungis Lundúnaborg, eins spennandi og hún er. Gaman væri til dæmis að heimsækja Auði Gyðu og fjölskyldu til Brighton við tækifæri. Þar er víst yndislegt að vera.

Kv.

Hafsteinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já og svo er skylduheimsókn til mín til Londres, ef við náum að tjasla þessari íbúð saman;)

Hlakka til að sjá ykkur, hér eða þar.

Hadda

hadda (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband