"Kljúfum loftið eins og Concord þota / komum niður finnum töfrasprota"

Pétur heitinn Pétursson, þulur, vildi ekki að fólk talaði um nostalgíu, enda væri orðið ekki til í íslensku. Fólk ætti heldur að nota orðið fortíðarljóma. Ég fellst á þessa tillögu.

Þessa dagana hvílir sem sagt mikill fortíðarljómi yfir mér. Ég hef verið að enduruppgötva tónlist nokkurra íslenskra hljómsveita sem voru að stíga sín fyrstu skref í lok níunda áratugarins og í upphafi þess tíunda. Í raun finnst mér tónlist Sálarinnar og Todmobile frá þessum árum bara eldast ágætlega. Ný-dönsk er líka frábær. Ég man þegar ég fékk plötu með Stjórninni í afmælisgjöf frá Auði Gyðu frænku. Þótt dauðarokksvinum mínum úr gaggó þætti það kannski ekki svalasta bandið, þá hlustaði ég mikið á plötuna... og þótti hún góð.

Dave Allen

Nýlega minntist pistlahöfundur RÚV þáttanna með hinum írska Dave Allen.  Margir muna eftir Dave þar sem hann sat uppi á sviði og sagði gamansögur í bresku sjónvarpi með viskýglas og sígarettu. Ég fletti í gegnum nokkur atriði á Youtube og hvarf samstundis aftur til bernskuáranna upp úr 1980. Á myndinni má sjá Dave Allen og hér fyrir neðan er svo tengill á uppistand með þessum frábæra sögumanni. Að lokum fær svo tengill á atriði með hinni óborganlegu Bubbles Devere úr Little Britain að fljóta með.

HÞH

http://www.youtube.com/watch?v=aCOZQSRzKmU

http://www.youtube.com/watch?v=V5zfP8MLB6s

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband