Alltaf á flakki

019Fórum með Viðari og Jónínu á einhvern rosalegasta veitingastað sem ég hef á ævi minni heimsótt. Jónína stundaði á sínum tíma framhaldsnám í Lundúnum og hafði áður upplifað kvöld á þessum líbanska stað, Levant á Wigmore stræti. Fjöldi rétta var svo rosalegur að við héldum að forréttirnir væru aðalréttirnir og hámuðum í okkur góðgætið þar til við vorum við það að springa. En nei, nei, þá komu þjónarnir bara akandi með aðalréttina. Og svo eftirréttina. Framsetning matarins var líka mjög skemmtileg, þjónustan frábær og umhverfið stórglæsilegt. Á myndinni hér til hliðar má sjá okkur við veisluborðið ásamt Önnu, frænku Viðars sem við hittum fyrir tilviljun á staðnum...

020Eins og Hrefna nefndi í síðustu færslu er ég byrjaður í enskunáminu. Hluti námsins felst í því að kynnast breskri menningu. Í dag var því haldið að Waddesdon setrinu sem var í eigu Rothschild ættarinnar á sínum tíma. Þessi ótrúlega bygging var helgarafdrep fjölskyldunnar í Bretlandi.

Hvet ykkur til að líta á þessa tengla til að kynna ykkur þessa tvo merkilegu staði nánar, þ.e. veitingahúsið og sveitasetrið.

 

027

www.levant.co.uk

www.waddesdon.org.uk

 

HÞH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það á aldeilis að taka bloggið með trukki!!! Lýst svakalega vel á þetta hjá ykkur og hlakka mikið til að halda áfram að fylgjast með því hvað drífur á ykkar daga.

Bestu kveðjur af Fróni,

Saga og fjölskylda.

Saga (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 22:41

2 identicon

Vóvvv.

Verð nú samt að segja að þessi athugasemdaferill á blogginu ykkar er nú ekki fyndinn!!! Fyrst þarf að fylla út allar þessar upplýsingar og síðan þarf að staðfesta athugasemdina sem maður fær sendar í t-pósti áður en þær birtast á netinu - Je dúdda mía!!! Jæja - læt það samt ekki stoppa mig - hafið það gott kæru vinir ;-)

Saga.

Saga (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband