Brighton

Við hjónakornin höfum ekki setið auðum höndum síðan við komum út. Við erum búin að ganga aðeins um bæinn en höfum þó enn sem komið er farið í fleiri búðir en sögufrægar byggingar..hehemm..

Á laugardaginn síðasta skruppum við til Auðar Gyðu, frænku Hafsteins, og fjölskyldu og gistum eina nótt í Brighton. Þar var afskaplega vel tekið á móti okkur og dekrað við okkur með rauðvíni og indverskum mat. Við sátum og spjölluðum fram á kvöld og síðan á sunnudaginn sýndu Auður, Svenni, Helena og Hildur okkur borgina sína. Brighton er mjög falleg. Við löbbuðum eftir ströndinni að Ermasundinu. Þar er hellingur af flottum veitingastöðum og tívolí við gömlu bryggjuna.

Í dag skellti Hafsteinn sér svo í tungumálamiðstöð háskólans og hóf enskuþjálfunina. Það gekk allt saman mjög vel og um leið kynntist hann fjölmörgum skólafélögum, meðal annars nokkrum lögfræðingum sem verða með honum í náminu í vetur.

Myndirnar eru teknar í heimsókn okkar til Brighton. Veðrið var reyndar mun betra heldur en þær gefa til kynna. En þetta skúraveður hérna virðist engan enda ætla að taka. Hvernig sem viðrar munum við hins vegar halda til Lundúna á morgun og hitta þar fyrir Viðar og Jónínu sem eru í helgarferð.

Hrefna.

002 (2)

010

015


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband