Hitt og þetta.

Ég sé á netinu að útgáfa íslenskrar þýðingar bókarinnar um Maó eftir Jung Chang og Jon Halliday fær verðskuldaða athygli. Bókin virðist gegna mikilvægu hlutverki við uppgjör á Maó, að minnsta kosti hér á Vesturlöndum þar sem þónokkur hópur fólks studdi þennan ömurlega harðstjóra. Ég óttast samt að slíkt uppgjör verði að bíða enn um sinn í heimalandi Maós sjálfs.

Talandi um kommúnistaríki. Einn besti vinur okkar Hrefnu hér í Oxford kemur frá Kúbu. Eftir að hafa starfað um nokkurt skeið sem lögfræðingur hjá kúbverska ríkinu sótti hann um og fékk inni í Harvard háskóla. Hann fékk hins vegar ekki heimild til þess að yfirgefa Kúbu í þessum tilgangi og varð að afþakka boð skólans. Ári síðar fékk hann inni í Oxford en var aftur synjað um brottfararheimild af ríkinu. Eftir þetta hlaut hann kennarastöðu við háskólann í Havana og það var með hjálp vina sinna þar sem honum tókst loks að fá leyfi til að koma hingað til Oxford.

Það er ógnvekjandi að heyra lýsingar þessa vinar okkar á stöðu þeirra Kúbverja sem leyfa sér að hafa aðrar hugmyndir en ríkisstjórnin um stjórnmál og stjórnskipun. Lýsingar á því hvernig aðgangur að "óæskilegum bókum" og internetinu er takmarkaður, hlerunum á samtölum í gegnum síma o.s.frv. o.s.frv.

Af okkur er annars allt gott að frétta. Lundúnaferðin um síðustu helgi heppnaðist vel. Þáðum frábærar veitingar hjá Höddu, Hreiðari og Adam á mánudagskvöldið og hittum svo Ingva Hrafn og Helgu í hádegismat daginn eftir. Þau eru kominn á fullt í námi sínu við London Business School og líkar vel. Ákváðum líka að kíkja á London Aquarium og sáum ekki eftir því. Rosaleg tilfinning að standa andspænis hákörlum (sjá meðfylgjandi myndir). Ótrúlega skemmtilegt safn. Við vorum líka svo heppin að hitta akkúrat á mikið festival sem haldið var á suðurbakka Thames ár. Skemmtilegri dagskrá lauk með heljarinnar flugeldasýningu. Nú fer ferðalögum mínum að fækka, enda krefjandi lestur framundan.

100_1494100_1495

Sé að stormviðvaranir eru orðnar daglegt brauð á Íslandi. Hér er hins vegar 20 stiga hiti yfir hádaginn en svo kólnar verulega á kvöldin. Eins gott að fara að taka til lopapeysuna sem kom með frá Íslandi.

HÞH


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband