Kirkjuathöfn með Magnusson fjölskyldunni

Oxfordháskóli minntist í dag Magnúsar Magnússonar með kirkjuathöfn í Jesus College, þar sem hann stundaði nám á sínum tíma. Magnusson fjölskyldan hafði verið svo hugulsöm að óska sérstaklega eftir því að íslenskir nemendur við skólann yrðu boðnir. Það voru því þrír stoltir Íslendingar sem hlustuðu á einsöngvara skólakórsins syngja "Víst ertu, Jesú, kóngur klár" með glæsibrag. Margrét Ögmundsdóttir hafði aðstoðað hann með framburðinn og var hann skólanum til mikils sóma.

magnus

Eftir athöfnina vorum við boðin til eins konar erfidrykkju þar sem við spjölluðum m.a. við dóttur Magnúsar, Sally Magnusson rithöfund. Ég reyndi auðvitað að slá mér upp á því að hafa á sínum tíma lesið bókina hennar, "Drauminn um Ísland", sem fjallar um löngun hennar til þess að kynnast og viðhalda Íslendingnum í sér, ef svo má segja. Sannarlega heillandi fjölskylda.

Og talandi um heillandi fjölskyldur. Amma Hrefna, Olla og Maggý komu til okkar í gær og hafa nýtt tímann vel. Sjálfur hef ég því miður alltof lítið getað sinnt þeim vegna námsins en vonast til að bætt verði úr því nú um helgina.

Á mánudaginn hefst svo næst síðasta vikan fyrir "jólafrí". Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Hversu neyðarlegt verður það fyrir ykkur sem hafið ekki sent okkur Hrefnu tölvupósta, þrátt fyrir áskoranir í síðustu færslu, þegar við hittum ykkur augliti til auglitis heima á Íslandi eftir mánuð? Hvaða afsakanir verða notaðar þá? Vandi er um slíkt að spá, eins og segir í ljóðinu sívinsæla.

Hafsteinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afsökunin sem ég ætla að nota er að ég hafi týnt email addressunni. Hún er ekki verri en hver önnur.

Jón Hákon Halldórsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 00:26

2 Smámynd: Hrefna og Hafsteinn

Sæll Jonni.

Netfangið er: hafsteinn.hauksson@law.ox.ac.uk

Og skrifaðu svo:)

Biðjum kærlega að heilsa þér og þínum.

Hrefna og Hafsteinn, 19.11.2007 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband