2.12.2007 | 00:55
Fréttayfirlit úr Nautavaði
Síðasta vika er búin að vera ansi viðburðarík. Síðasta sunnudag áttum við Hafsteinn brúðkaupsafmæli og fórum á æðislegan líbanskan stað í tilefni dagsins. Ég hafði týnt símanum mínum í síðustu viku (nýtt númer 00447920035703) og þegar ég vaknaði á sunnudaginn síðasta beið mín nýr og svakalega flottur Nokia 6300 sími. Eiginmaðurinn fékk mörg prik í bókina fyrir að vera svona sætur.
Þar sem fyrsta brúðkaupsafmælið er pappírsbrúðkaupsafmæli þá gaf ég Hafsteini bókina "White Spider" eftir Heinrich Harrer um ferð hans á Eigertind. Eins og sagði að ofan þá fórum við á líbanskan stað um kvöldið. Við erum búin að finna tvo fína líbanska staði í Oxford sem ég er hrikalega ánægð með því ég elska líbanskan mat. Ég hef hins vegar ekkert prófað að elda neitt líbanskt ennþá en mig grunar að það líði ekki á löngu þangað til að ég fari að spreyta mig á honum.
Á miðvikudaginn síðasta var okkur ásamt öðrum Íslendingum boðið í móttöku í Linecre college í Oxford af tilefni komu Geirs Haarde til Oxford. Geir hélt fyrirlestur í Oxford Union um kvöldið um stöðu íslenskra efnahagsmála og mættum við þar líka. Fyrirlesturinn var mjög fróðlegur og var honum vel tekið.
Hafsteinn hafði fyrr um daginn gengið í hið merkilega málfundafélag Oxford Union. Félagið er staðsett í risa stóru húsi í miðborg Oxford með geðveiku bókasafni og fínum bar. Hvet ykkur til að googla Oxford Union og kíkja á myndirnar innan úr húsinu. Ég kemst á fundina sem gestur sem ég er gríðarlega ánægð með .. síðan kostar bjórinn 1 pund... ekki er það verra.
Núna í dag borðuðum við enskan jólamat með Íslendingunum. Við fórum á mjög kósý pöbb í útjarði Oxford og borðuðum kalkún, mince pies og búðing. Íslenska jólastemningin var svo fullkomnuð þegar Varði og Margrét drógu fram malt og appelsín sem þau höfðu fengið sérstakt leyfi frá eiganda staðarins til að bjóða upp á.
Hrefna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.