Britain, Britain, Britain...

Jæja þá erum við hjónakornin mætt til Oxford, flutt inn í litlu stúdentaíbúðina okkar og farin að tékka á pleisinu. Ágústmánuður er búinn að vera viðburðarríkur. Fyrst fluttum við út úr Ljósheimunum og til pabba í tvær vikur, fórum síðan norður og kíktum á afa og ömmu og að lokum tók við að pakka dótinu okkar á bretti og kveðja alla.

Við lentum síðan á miðvikudaginn og eftir mikið ströggl og nokkrar lestarferðir komumst við til Oxford. Það er semsagt ekki sniðugt að lenda á Stansted ef maður er á leiðinni til Oxford. Gærdagurinn og dagurinn í dag eru síðan búnir að fara í alls konar útréttingar og við höfum líka kíkt í nokkrar skemmtilegar búðir. Í stuttu máli sagt erum við alveg himinlifandi með dvölina hingað til. Síðan er stefnan sett á Brighton á morgun þar sem ætlum að hitta Auði Gyðu og fjölskyldu.

 Látum myndir flakka með. Takið eftir sólblómunum í listigarði háskólans. Þau eru stærri en ég!

 Hrefna.

University College

Í listigarðinum

Sólblóm

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ og gaman að heyra að ykkur líkar vel. Alveg nauðsynlegt að fá fréttir af ykkur sem oftast. Heyrum svo vonandi í ykkur við tækifæri þegar síminn er kominn í samband. Síðbúnar afmæliskveðjur til Hafsteins.

Heiðar og Fríða (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband