Íslandsferð og fleira

Í gær kom ég til Oxford eftir stutt stopp á Íslandi. Jarðaförin hans afa var haldin á laugardaginn var í Borgarneskirkju.  Athöfnin var mjög falleg og sérstaklega fannst mér lögin við athöfnina falleg og söng Þorkell Logi frændi minn eitt lag, Efst á Arnarvatnsheiði sem er víst einskonar þjóðsöngur Borgfirðinga. Erfidrykkjan var síðan haldin á Hótel Borgarnesi og þar spjallaði ég við föðurfjölskyldu mína sem ég sé alltof sjaldan.

Þar sem ég stoppaði stutt á Íslandi náði ég ekki að hitta á alla vini og vandamenn en hinsvegar munum við Hafsteinn sennilega stoppa í rúmar 3 vikur í jólafríinu og þá ætti að gefast nægur tími til að heilsa uppá alla.  Við stefnum að koma heim um 15. desember og vera til ca. 5 janúar.

Í dag var lítið gert af minni hálfu en Hafsteinn var í fyrirlestrum í allan dag. Við fórum hins vegar og keyptum skikkjuna frægu og hattinn á karlinn en hann þarf að mæta í þeirri múlderingu á fimmtudagskvöldið (erum þá að fara í svaka fínan dinner í boði skólans). Hann mun svo nota klæðnaðinn við ýmis önnur tilefni, t.d. fyrsta skóladaginn og við öll próf.

Ég læt hérna fylgja mynd af þessu dressi sem ég fékk af netinu en að SJÁLFSÖGÐU mun vera sett mynd af Mr. Hauksson í dressinu við fyrsta tækifæri.

Hrefna

GraduateSml

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband