Heimsókn til Oxford og vinna.

ÚFF... Það er orðið allt of langt síðan að við blogguðum síðast. Það er nú ýmislegt búið að gerast á síðustu dögum.  Rannveig og Haukur komu og heimsóttu okkur í síðustu viku og svo er ég komin með vinnu. Ég byrjaði að vinna í Oddbins verslun í hverfinu okkar í dag og gekk bara ágætlega.  Það tekur náttúrlega alltaf nokkra daga að koma sér í gang en mér fannst þetta bara ganga nokkuð vel.  Oddbins er semsagt vínbúðakeðja í Bretlandi og selur aðallega léttvín og bjór en þar er einnig hægt að fá sterkt vín.

Rannveig og Haukur komu síðan til okkar í síðustu viku og það var alveg ótrúlega gaman að fá þau í heimsókn. Þau komu með fullt fangið af íslensku góðgæti og erum við búin að japla á íslensku sælgæti og flatkökum síðustu daga. Í heimsókninni var kíkt í nokkrar verslanir og miðborg Oxford skoðuð, farið var í outlet þorpið í Bicester og kíkt á pöbbinn meðal annars.

Á laugardaginn síðasta var Hafsteinn síðan "tekin formlega inní háskólasamfélagið" í athöfn í Sheldonian leikhúsinu.  Þar eru allir nýnemar kallaðir inná sal í formlega Oxford klæðnaðinum og boðnir velkomnir í fræðasamfélagið. Það var svaka gaman að horfa á nemendurna ganga í leikhúsið í fylgd prófessoranna og svo eftir athöfnina mátti sjá fólk í skikkjunum sínum um allan bæ. Hér eru nokkrar myndir af laugardeginum.

Hrefna

100_1529100_1526100_1543c_documents_and_settings_hafsteinn_hauksson_desktop_100_1546.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband