21.11.2007 | 22:12
Daglegt líf
Við hjónakornin erum búin að vera alltöf löt að blogga undanfarin mánuðinn en það skýrist kannski helst af því að manni finnst kannski daglega rútínan vera óspennandi fréttir. Hins vegar er það nú kannski sem fólki finnst skemmtilegast að lesa um hvernig daglega lífið er hérna í Oxford. Ég er núna búin að vinna í rúman mánuð í Oddbins sem vínráðgjafi. Mjög fínn titill en kunnáttan er ennþá frekar gloppótt. Sem er kannski ekkert skrítið þar sem víntilbrigðin eru endalaus og mikil vísindi að baki því að búa til gott vín. Ég er búin að vera í mikilli þjálfun hjá samstarfsfólki mínu, lesa heil ósköp og búin að fara í tvær vínsmakkanir. Nú er jólavertíðin að byrja og aðalsala ársins framundan og því er nauðsynlegt að vera með helstu atriðin á tæru. Í síðustu viku fékk ég einmitt fræðslu um skosk viskí og þau ótal tilbrigði sem þar eru að finna, svo sem að viskí sem liggja í sherrrý tunnum hafa sætt bragð. Sum eru búin til við sjávarsíðuna og í þeim má finna þangbragð og önnur hafa reykjarbragð. Sem sagt mikið að læra. Ég er mjög heppin með samstarfsfólk og allir eru mjög elskulegir í vinnunni. Það er heldur ekki erfitt að afgreiða Bretana enda eru þeir kurteisir með afbrigðum og þolinmóðir við útlending með erfiðan hreim.
Eins og Hafsteinn var búin að blogga erum við búin að fá tvær heimsóknir í nóvember. Fyrst kom Kristín vinkona í nokkra daga og svo um síðustu helgi kom mamma, amma og Olla frænka og kíktu á okkur. Það var alveg svakalega gaman að fá þær allar í heimsókn og sýna þeim umhverfið. Ég vona bara að fleiri sjái sér fært að koma í heimsókn og kíkja á okkur. Tíminn er hins vegar farinn að líða ansi hratt. Önnin hans Hafsteins er búin 1. desember og er hann þá komin í "jólafrí". Sem þýðir að hann verður að lesa allan daginn en þarf ekki að mæta í tíma. Við eigum flug heim til Íslands 16. desember og verð ég að vinna fram að þeim degi. Við stefnum samt á að komast kannski einn dag til London í desember og versla aðeins og njóta jólastemmingarinnar í höfuðborginni.
Hrefna
Athugasemdir
Guð en spennó. Þú verður að fræða mig um viskí og taka mig í vínsmökkun. Mér finnst svo töff að drekka viskí. Eeeen kann alls ekkert að meta það! Allavegana gaman að fá fréttir af ykkur hjónum ;)
Gunnhildur (IP-tala skráð) 22.11.2007 kl. 01:15
Blessuð og sæl kæru hjón;)
Ég kem í heimsókn á nýrri önn og þigg vískí... Vil samt byrja á ða senda ykkur hamingjuóskir með fyrsta árið sem hjón. Líður mér seint úr minni skemmtilega brúðkaupið ykkar og veislan á eftir. Vonandi getið þið tekið smá pásu frá víni og bókum og gert eitthvað skemmtilegt í tilefni dagsins!
Kysss og knús frá RVK þar sem ég er einmitt núna
Hadda
hadda (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.