Námið í Oxford

Nám við Oxfordháskóla ku vera afar frábrugðið námi í flestum öðrum háskólum. Væntanlega er skýringa á þessu að leita víða, svo sem í feiknalega langri sögu skólans sem skapað hefur hinar sérstæðu hefðir í aldanna rás svo og í ótrúlegum auðæfum skólans. Með auðæfum á ég meðal annars við mannauð, byggingar, bókasöfn og auðvitað beinharða peninga.

Allavega kemur námið mér, á þessum fyrstu dögum, öðruvísi fyrir sjónir en nokkuð annað nám sem ég hef kynnst, allt frá Bæjarbóli til Háskóla Íslands. Það hefur t.d. verið mjög merkilegt að verða vitni að og njótandi allrar þeirrar vinnu sem lögð er í að undirbúa fólk fyrir námið, kynna það fyrir starfsaðferðum, starfsfólki og samnemendum.

Það fyrsta sem maður rekur sig á í Oxford er skipting háskólans í hina 39 garða eða College. Þannig tilheyra allir nemendur háskólans einhverjum garðanna (ég er í University College) sem hver hefur sitt starfsfólk, aðstöðu fyrir nemendur, hefðir, reglur o.s.frv. Ég held að ég verði að geyma nánari lýsingu á þessu samspili háskólans og garðanna til betri tíma enda er ég í raun enn að læra á þetta sérstaka kerfi. Ég læt nægja að nefna það að ég tel mig afar heppinn að vera í University College.

Ég mun stunda nám í fjórum fögum, þ.e. réttarheimspeki, kenningum í stjórnskipunarrétti, lögum í stríði og evrópskum mannréttindareglum. Þar sem tvö fyrstnefndu námskeiðin eru bæði á sviði réttarheimspeki (kenningar í stjórnskipunarrétti eru í raun undirgrein réttarheimspekinnar) má segja að megináherslan í námi mínu liggi þar.

Námið byggir að engu leyti á fyrirlestrum. Ég mun með öðrum orðum ekki sækja neina fyrirlestra í vetur. Þess í stað byggist námið annars vegar á umræðutímum (seminars) þar sem nokkrir nemendur (u.þ.b. 10) hittast með kennara og rökræða sína á milli um námsefnið. Hins vegar eru svo einkatímar með lærimeistara (tutorials) þar sem nemandinn hittir kennarann í einrúmi eða með einum öðrum nemanda og þeir skiptast á hugmyndum um fræðin. Í báðum tilfellum er ætlast til þess að nemandinn mæti afar vel undirbúinn og yfirleitt með stutta ritgerð í farteskinu.

Það er fullkomlega ómögulegt að lesa allt efnið sem sett er fyrir á leslistunum og í raun alls ekki ætlast til þess. Þess í stað felst hluti námsins í því að beita eigin dómgreind og ákveða hvernig maður ráðstafar takmörkuðum tíma sínum.

Allt er þetta í raun nýtt fyrir mér og mjög ólíkt þeim kennsluaðferðum sem ég hef átt að venjast, þótt vissulega hafi einstaka kúrsar í lagadeild Háskóla Íslands gefið mér sýnishorn af þessum kennsluaðferðum. Með þessu er ég ekki að gagnrýna Háskóla Íslands, síður en svo. Einungis að leggja áherslu á hversu óskaplegur munur er á aðferðunum þar og í Oxford. Þetta gerir námið mitt hér vissulega svolítið ógnvekjandi en um leið auðvitað ótrúlega spennandi.

Í fyrramálið held ég svo á Bodlean bókasafnið, sem er eitt elsta bókasafn Evrópu, stofnað 1602. Þangað hefur verið sendur hver einasti titill sem gefinn hefur verið út á Bretlandseyjum síðustu 400 ár. Fyrir utan allt annað sem þangað hefur ratað í hillur. Ég hlýt að geta fundið eitthvað þar til að undirbúa mig fyrir næstu kennslustund.

Hafsteinn.


Íslandsferð og fleira

Í gær kom ég til Oxford eftir stutt stopp á Íslandi. Jarðaförin hans afa var haldin á laugardaginn var í Borgarneskirkju.  Athöfnin var mjög falleg og sérstaklega fannst mér lögin við athöfnina falleg og söng Þorkell Logi frændi minn eitt lag, Efst á Arnarvatnsheiði sem er víst einskonar þjóðsöngur Borgfirðinga. Erfidrykkjan var síðan haldin á Hótel Borgarnesi og þar spjallaði ég við föðurfjölskyldu mína sem ég sé alltof sjaldan.

Þar sem ég stoppaði stutt á Íslandi náði ég ekki að hitta á alla vini og vandamenn en hinsvegar munum við Hafsteinn sennilega stoppa í rúmar 3 vikur í jólafríinu og þá ætti að gefast nægur tími til að heilsa uppá alla.  Við stefnum að koma heim um 15. desember og vera til ca. 5 janúar.

Í dag var lítið gert af minni hálfu en Hafsteinn var í fyrirlestrum í allan dag. Við fórum hins vegar og keyptum skikkjuna frægu og hattinn á karlinn en hann þarf að mæta í þeirri múlderingu á fimmtudagskvöldið (erum þá að fara í svaka fínan dinner í boði skólans). Hann mun svo nota klæðnaðinn við ýmis önnur tilefni, t.d. fyrsta skóladaginn og við öll próf.

Ég læt hérna fylgja mynd af þessu dressi sem ég fékk af netinu en að SJÁLFSÖGÐU mun vera sett mynd af Mr. Hauksson í dressinu við fyrsta tækifæri.

Hrefna

GraduateSml

 


Jarðarför á Íslandi

Þær leiðu fréttir bárust til Oxford í gær að hann afi minn, Þorkell Magnússon, hafi látist á sjúkrahúsinu á Akranesi. Ég er því á leiðinni heim til Íslands á fimmtudaginn og mun dvelja þar til mánudags. Jarðarförin verður síðan frá Borgarneskirkju á laugardaginn.

Borgarnes

Hrefna.


Hitt og þetta.

Ég sé á netinu að útgáfa íslenskrar þýðingar bókarinnar um Maó eftir Jung Chang og Jon Halliday fær verðskuldaða athygli. Bókin virðist gegna mikilvægu hlutverki við uppgjör á Maó, að minnsta kosti hér á Vesturlöndum þar sem þónokkur hópur fólks studdi þennan ömurlega harðstjóra. Ég óttast samt að slíkt uppgjör verði að bíða enn um sinn í heimalandi Maós sjálfs.

Talandi um kommúnistaríki. Einn besti vinur okkar Hrefnu hér í Oxford kemur frá Kúbu. Eftir að hafa starfað um nokkurt skeið sem lögfræðingur hjá kúbverska ríkinu sótti hann um og fékk inni í Harvard háskóla. Hann fékk hins vegar ekki heimild til þess að yfirgefa Kúbu í þessum tilgangi og varð að afþakka boð skólans. Ári síðar fékk hann inni í Oxford en var aftur synjað um brottfararheimild af ríkinu. Eftir þetta hlaut hann kennarastöðu við háskólann í Havana og það var með hjálp vina sinna þar sem honum tókst loks að fá leyfi til að koma hingað til Oxford.

Það er ógnvekjandi að heyra lýsingar þessa vinar okkar á stöðu þeirra Kúbverja sem leyfa sér að hafa aðrar hugmyndir en ríkisstjórnin um stjórnmál og stjórnskipun. Lýsingar á því hvernig aðgangur að "óæskilegum bókum" og internetinu er takmarkaður, hlerunum á samtölum í gegnum síma o.s.frv. o.s.frv.

Af okkur er annars allt gott að frétta. Lundúnaferðin um síðustu helgi heppnaðist vel. Þáðum frábærar veitingar hjá Höddu, Hreiðari og Adam á mánudagskvöldið og hittum svo Ingva Hrafn og Helgu í hádegismat daginn eftir. Þau eru kominn á fullt í námi sínu við London Business School og líkar vel. Ákváðum líka að kíkja á London Aquarium og sáum ekki eftir því. Rosaleg tilfinning að standa andspænis hákörlum (sjá meðfylgjandi myndir). Ótrúlega skemmtilegt safn. Við vorum líka svo heppin að hitta akkúrat á mikið festival sem haldið var á suðurbakka Thames ár. Skemmtilegri dagskrá lauk með heljarinnar flugeldasýningu. Nú fer ferðalögum mínum að fækka, enda krefjandi lestur framundan.

100_1494100_1495

Sé að stormviðvaranir eru orðnar daglegt brauð á Íslandi. Hér er hins vegar 20 stiga hiti yfir hádaginn en svo kólnar verulega á kvöldin. Eins gott að fara að taka til lopapeysuna sem kom með frá Íslandi.

HÞH


Ísland...best í heimi

Nú um helgina stendur yfir aðalþing Sambands ungra sjálfstæðismanna á Seyðisfirði. Ég er í fyrsta sinn fjarri góðu gamni síðan Ásdís Halla Bragadóttir var kjörin formaður árið 1997. Ef ég þekki mitt fólk rétt þá er mikið stuð núna í firðinum eftir snarpar rökræður í dag og í gær. Á morgun verður svo ný stjórn kjörin. Hennar bíður mikilvægt aðhaldshlutverk í íslenskri pólitík. Þegar stjórnarandstaðan er jafn vinstrisinnuð og veik sem raun ber vitni er hætt við að enginn veiti Sjálfstæðisflokknum aðhald frá hægri aðrir en ungir sjálfstæðismenn.

Eins og þið sjáið á íslensku stöfunum eru tölvumál okkar Hrefnu loksins leyst. Það er ótrúlega mikið búið að drífa á daga okkar síðan ég bloggaði síðast. Í raun svo mikið að það þýðir ekkert að reyna að gera því skil í bloggfærslu. Um síðustu helgi fórum við á Police tónleika í boði Auðar Gyðu og Svenna. Þar fyrir utan höfum við flakkað um nágrannasveitir í boði háskólans og skoðað sögufræga staði.

Áhugi fólks á Íslandi er ótrúlega mikill, ekki síst meðal erlendu stúdentanna. Einn félagi minn hér í Oxford er frá Kúveit. Vinur hans, starfsmaður sendiráðs Kúveit í Argentínu, er hér í heimsókn og ætlaði ekki að trúa því þegar hann rakst á okkur Hrefnu. Hann fór í hálfgerðan trans og þuldi upp öll lög Bjarkar fyrr og síðar (já Sykurmolarnir eru meðtaldir) og sagðist hafa verið með Ísland á heilanum síðustu árin. Annar kollegi minn úr lögfræðingastétt, kínversk stúlka, sagðist hafa lært það í landafræði þegar hún var ung að Reykjavík væri fegursta borg heims. Ég hlyti að vera mjög þakklátur fyrir að hafa fæðst þar. Og þegar maður heyrir eitthvað svona, þá fer maður (að minnsta kosti ég) í hálfgerðan þjóðrembugír og staðfestir allar hugmyndir þessa fólks um land okkar og þjóð.

Annars lauk enskunámskeiðinu mínu í gær og nú styttist í laganámið sjálft. Ég hef reyndar einhverja tíu daga núna til að undirbúa mig undir átökin. Það vill reyndar svo heppilega til að ég trúi því að besti undirbúningurinn felist í góðri hvíld. Á morgun er því ferðinni heitið í þriggja daga afslöppunarferð til London. Þetta kann að hljóma svolítið skringilega enda er borgin að springa af túristum og full af fjöri. En við munum halda okkur fjarri Oxfordstræti og nota frekar tækifærið og reyna að hitta á Höddu og Hreiðar Nóa og vonandi náum við líka í skottið á Helgu og Ingva Hrafni.

Læt að lokum nokkrar myndir af handahófi fylgja með.

Kv.

HH

100_1292

100_1296

100_1315

100_1316

100_1328


Hanaat, salsa og aftansongur

Astaeda bloggleysis undanfarna daga (og um leid astaeda thess ad her eru engir islenskir stafir) er su ad eg missti hina 10 daga gomlu fartolvu mina i golfid og braut skjainn. Heimili okkar hjona er og verdur thvi naestu daga tolvulaust a medan gert verdur vid gripinn. Thad er hins vegar netkaffihus i naestu gotu vid okkur og svo hef eg audvitad adgang ad tolvum i skolanum thar sem thessar linur eru ritadar.

Annars er allt gott ad fretta af okkur. Enskunamid gengur mjog vel og vid erum strax farin ad safna okkur vinum her i Oxford. Forum ut a lifid med samnemendum minum og kennara i gaer og skemmtum okkur konunglega. Studid byrjadi a pobb sem hefur thjonad felagslyndum Oxfordbuum sidan a 15 old. Tha var hann reyndar notadur til ad hysa regluleg hanaot og a 16. old voru thar stundadar skylmingar. Thessi borg er sannarlega fjarsjodur fyrir tha sem ahuga hafa a sogu og menningu fyrri alda. Kubverjinn i hopnum dro okkur svo ad lokum a salsaskemmtistadinn Que Pasa. Eg imynda mer ad sa stadur se seinni alda fyrirbaeri.

Eins og thid vitid erum vid Hrefna nu kannski ekki thekkt fyrir ad vera serstaklega kirkjuraekin. Vorum samt ad hugsa um ad skella okkur a morgun i aftansong i St. Giles kirkju. Thad stendur einhver hatid yfir i thessari eldfornu kirkju og um ad gera ad upplifa stemninguna.

Thid faid svo myndir og meira blogg thegar tolvan kemst i lag.

HH


Alltaf á flakki

019Fórum með Viðari og Jónínu á einhvern rosalegasta veitingastað sem ég hef á ævi minni heimsótt. Jónína stundaði á sínum tíma framhaldsnám í Lundúnum og hafði áður upplifað kvöld á þessum líbanska stað, Levant á Wigmore stræti. Fjöldi rétta var svo rosalegur að við héldum að forréttirnir væru aðalréttirnir og hámuðum í okkur góðgætið þar til við vorum við það að springa. En nei, nei, þá komu þjónarnir bara akandi með aðalréttina. Og svo eftirréttina. Framsetning matarins var líka mjög skemmtileg, þjónustan frábær og umhverfið stórglæsilegt. Á myndinni hér til hliðar má sjá okkur við veisluborðið ásamt Önnu, frænku Viðars sem við hittum fyrir tilviljun á staðnum...

020Eins og Hrefna nefndi í síðustu færslu er ég byrjaður í enskunáminu. Hluti námsins felst í því að kynnast breskri menningu. Í dag var því haldið að Waddesdon setrinu sem var í eigu Rothschild ættarinnar á sínum tíma. Þessi ótrúlega bygging var helgarafdrep fjölskyldunnar í Bretlandi.

Hvet ykkur til að líta á þessa tengla til að kynna ykkur þessa tvo merkilegu staði nánar, þ.e. veitingahúsið og sveitasetrið.

 

027

www.levant.co.uk

www.waddesdon.org.uk

 

HÞH


Brighton

Við hjónakornin höfum ekki setið auðum höndum síðan við komum út. Við erum búin að ganga aðeins um bæinn en höfum þó enn sem komið er farið í fleiri búðir en sögufrægar byggingar..hehemm..

Á laugardaginn síðasta skruppum við til Auðar Gyðu, frænku Hafsteins, og fjölskyldu og gistum eina nótt í Brighton. Þar var afskaplega vel tekið á móti okkur og dekrað við okkur með rauðvíni og indverskum mat. Við sátum og spjölluðum fram á kvöld og síðan á sunnudaginn sýndu Auður, Svenni, Helena og Hildur okkur borgina sína. Brighton er mjög falleg. Við löbbuðum eftir ströndinni að Ermasundinu. Þar er hellingur af flottum veitingastöðum og tívolí við gömlu bryggjuna.

Í dag skellti Hafsteinn sér svo í tungumálamiðstöð háskólans og hóf enskuþjálfunina. Það gekk allt saman mjög vel og um leið kynntist hann fjölmörgum skólafélögum, meðal annars nokkrum lögfræðingum sem verða með honum í náminu í vetur.

Myndirnar eru teknar í heimsókn okkar til Brighton. Veðrið var reyndar mun betra heldur en þær gefa til kynna. En þetta skúraveður hérna virðist engan enda ætla að taka. Hvernig sem viðrar munum við hins vegar halda til Lundúna á morgun og hitta þar fyrir Viðar og Jónínu sem eru í helgarferð.

Hrefna.

002 (2)

010

015


Britain, Britain, Britain...

Jæja þá erum við hjónakornin mætt til Oxford, flutt inn í litlu stúdentaíbúðina okkar og farin að tékka á pleisinu. Ágústmánuður er búinn að vera viðburðarríkur. Fyrst fluttum við út úr Ljósheimunum og til pabba í tvær vikur, fórum síðan norður og kíktum á afa og ömmu og að lokum tók við að pakka dótinu okkar á bretti og kveðja alla.

Við lentum síðan á miðvikudaginn og eftir mikið ströggl og nokkrar lestarferðir komumst við til Oxford. Það er semsagt ekki sniðugt að lenda á Stansted ef maður er á leiðinni til Oxford. Gærdagurinn og dagurinn í dag eru síðan búnir að fara í alls konar útréttingar og við höfum líka kíkt í nokkrar skemmtilegar búðir. Í stuttu máli sagt erum við alveg himinlifandi með dvölina hingað til. Síðan er stefnan sett á Brighton á morgun þar sem ætlum að hitta Auði Gyðu og fjölskyldu.

 Látum myndir flakka með. Takið eftir sólblómunum í listigarði háskólans. Þau eru stærri en ég!

 Hrefna.

University College

Í listigarðinum

Sólblóm

 


"Kljúfum loftið eins og Concord þota / komum niður finnum töfrasprota"

Pétur heitinn Pétursson, þulur, vildi ekki að fólk talaði um nostalgíu, enda væri orðið ekki til í íslensku. Fólk ætti heldur að nota orðið fortíðarljóma. Ég fellst á þessa tillögu.

Þessa dagana hvílir sem sagt mikill fortíðarljómi yfir mér. Ég hef verið að enduruppgötva tónlist nokkurra íslenskra hljómsveita sem voru að stíga sín fyrstu skref í lok níunda áratugarins og í upphafi þess tíunda. Í raun finnst mér tónlist Sálarinnar og Todmobile frá þessum árum bara eldast ágætlega. Ný-dönsk er líka frábær. Ég man þegar ég fékk plötu með Stjórninni í afmælisgjöf frá Auði Gyðu frænku. Þótt dauðarokksvinum mínum úr gaggó þætti það kannski ekki svalasta bandið, þá hlustaði ég mikið á plötuna... og þótti hún góð.

Dave Allen

Nýlega minntist pistlahöfundur RÚV þáttanna með hinum írska Dave Allen.  Margir muna eftir Dave þar sem hann sat uppi á sviði og sagði gamansögur í bresku sjónvarpi með viskýglas og sígarettu. Ég fletti í gegnum nokkur atriði á Youtube og hvarf samstundis aftur til bernskuáranna upp úr 1980. Á myndinni má sjá Dave Allen og hér fyrir neðan er svo tengill á uppistand með þessum frábæra sögumanni. Að lokum fær svo tengill á atriði með hinni óborganlegu Bubbles Devere úr Little Britain að fljóta með.

HÞH

http://www.youtube.com/watch?v=aCOZQSRzKmU

http://www.youtube.com/watch?v=V5zfP8MLB6s

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband